Allt sem þú hefur viljað vita um kynlífið...en ekki þorað að spyrja um.

Hæ,

Nú get ég ekki annað en skrifað um mjög svo skemmtilega (og kannski óviðeigandi í dag) bók sem var skrifuð af lækninum David Reuben 1969 og kom út á Ísland 1972 í þýðingu Páls Heiðars Jónssonar. Guðsteinn Þengilsson læknir las hana svo yfir og geri ég ráð fyrir að fyrst að bókin yfirhöfuð var gefin út að nefndur læknir hafi verið nokkuð sáttur.

Bókin heitir á frummálinu Everything you always wanted to know about sex but were afraid to ask.

Höfundur fer vítt og breitt yfir efnið og verður að segjast eins og er að textinn er óborganlegur...leyfi ég mér að gefa dæmi:

Um vændi:

...þegar vændiskonan getur ekki séð sér farborða sem "símastúlka" lengur, færist hún skör niður á við í vændiskvenna þjóðfélagsstiganum og byrjar venjulega að vinna í hóruhúsi...

Hvernig líta þessi hóruhús út?
Sé húsið í lítilli landbúnaðarborg í Bandaríkjum Norður-Ameríku, lítur það út eitthvað á þessa leið. Hrörlegt fimmtán herbergja hús stendur við enda aðalgötunnar. Því er fremur vel við haldið og stingur ekki í stúf við önnur hús í nágrenninu að ytra útliti - er jafnvel smekklegra. Miðaldra kona tekur við frakka og hatti viðskiptamannsins og vísa honum því næst inn í rúmgóða setustofu. Glymskrattinn er í gangi og hægt er að fá sér í staupinu. Þrjár eða fjórar stúlkur sitja þar á baðfötum.

Um samkynhneigð...þar sem höfundur veltir ýmsu fyrir sér.

hann vitnar í rannsókn þar sem karlmönnum var gefið estrógen...gagnkynhneigðir virtust jú finna fyrir minnkandi kynhvöt...grípum niður í textann þar sem hann talar um samkynhneigða, sem fengu sömu meðferð...

...Þeir misstu einnig allan áhuga á kynlífinu. Kynfæri þeirra hættu alveg að starfa. Þeir hættu líka að leita eftir félögum. Brjóst sumra þeirra stækkuðu, líkamshárin hurfu - og þeir voru hæstánægðir.

Samlíf samkynhneigðra ber á borð...

...Þeir þurfa vissulega á meiri hugvitsemi að halda á í kynlífssviðinu en vejuleg hjón, þar sem kynfærunum eru vitaskuld takmörk sett...felst yfirleitt í sameiginlegri sjálfsfróun. Hún er fljótleg, auðveld og hagkvæm, þar sem ekki er þörf á neinum sérstökum útbúnaði. Piltarnir hátta sig bara, fara upp í rúm og fitla við limi hvor annars unz komið er að ... Venjulega nægja þrjár til fimm mínútur til að ljúka þessu af.

Dæmin er mun fleiri...og í raun hefði maður átt að rita allan textann hérna á bloggið...ef þið eigið möguleika á að komast yfir þessa bók þá er það vel þess virði...ótrúleg skrif... Það sem veldur mér áhyggjum er ekki það að viðkomandi skrifaði bókina heldur það að hún var yfirhöfuð þýdd á íslensku. og ekki lengra síðan.

Nota bene...í staðinn fyrir orðið samkynhneigð, sem kannski var ekki mikið notað á þessum tíma þá hefur þýðandi valið orðið "kynvillingur" og það kannski segir eitthvað um tíðarandann.





Ummæli

Sif sagði…
Þetta er greinilega mjög gagnleg bók. Passaðu þig fyrir alla muni á hrörlegum 15 herbergja húsum og estrógeni.
Nafnlaus sagði…
Ég hef gluggað i þessa bók, hún er alveg óborganlega fyndin.
kv. Halla

Vinsælar færslur